Ákveðin lög gilda um vinnutíma launþega. Þannig eiga launþegar rétt á ákveðnum hvíldartíma, matar- og kaffitímum og lögbundnum hátíðis- og frídögum.

Hvíldartími

 • Á Íslandi gilda reglur um hvíldartíma sem eiga að tryggja að hver starfsmaður fái lágmarkshvíld á hverjum sólarhring og í hverri viku.
 • Hefðbundinn vinnuvika á Íslandi er 40 klukkustundir frá mánudegi til föstudags.

Lögbundinn hvíldartími

 • 11 klukkustunda samfelld hvíld er lágmarkshvíld á 24 klukkustunda tímabili.
 • Á einni viku á að vera einn hvíldardagur að lágmarki. Ef nauðsynlegt er að minnka daglega eða vikulega lágmarkshvíld skal veita starfsmönnum samsvarandi hvíld síðar.

 

 

Matar- og kaffitímar

 • Starfsmenn eiga rétt á matar- og kaffitímum í vinnutíma sínum. Ef starfsmaður samþykkir að vinna á matar- og kaffitíma á að líta á þá vinnu sem yfirvinnu og greiða samkvæmt því.

Matartími

 • Matarhlé er frá 30 mínútum allt að einni klukkustund. Það er samkomulagsatriði milli vinnuveitanda og starfsmanns hvenær matarhlé er tekið.
 • Matartími í dagvinnu er ekki talinn sem vinnutími og því fá starfsmenn ekki greitt fyrir þann tíma sem matarhlé stendur.
 • Ef matarhlé er tekið á meðan yfirvinnu stendur er litið á þá stund sem vinnutíma og á að greiða fyrir samkvæmt því.

Hátíðar- og frídagar

 • Á frídögum er ekki unnið.
 • Samkvæmt flestum kjarasamningum eru greidd laun fyrir frídaga líkt og hefðbundinn vinnudag, þó ekki sé unnið. Þó ekki fyrir fasta yfirvinnu.
 • Ef unnið er á frídegi er greitt sérlega fyrir það.

Stórhátíðardagar

 • Nýársdagur (1. janúar), föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní (þjóðhátíðardagur Íslendinga), aðfangadagur (24. desember) eftir klukkan 12.00, jóladagur (25. desember) og gamlársdagur (31. desember) eftir klukkan 12.00.
 • Á þessum dögum gildir svokallaður stórhátíðartaxti sem er hærri en hefðbundinn yfirvinnutaxti.

Almennir frídagar

 • Annar í jólum (26. desember), skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, 1. maí (alþjóðlegur frídagur verkafólks), annar í hvítasunnu og fyrsti mánudagur í ágúst (frídagur verslunarmanna).
 • Þegar unnið er á þessum dögum er starfsmanni greitt yfirvinnukaup. Annars hefðbundin laun.

Kaffitími

 • Starfsmenn eiga rétt á tveimur kaffitímum í dagvinnu, einum fyrir hádegi og öðrum eftir hádegi. Kaffitíminn er frá 15 að 35 mínútum.
 • Kaffitímar teljast sem vinnutímar og eru því greiddir.
 • Samkomulagsatriði getur verið á milli vinnuveitanda og starfsmanns um að stytta kaffitíma og er þá vinnudagurinn styttri sem því nemur.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar