Verkalýðshreyfingin er málsvari launþega og tryggir réttindi þeirra.

 • Ef launþegi telur að brotið sé á sér í starfi getur hann haft samband við trúnaðarmann viðkomandi vinnustaðar.
 • Ef engin trúnaðarmaður er á vinnustaðnum getur launþeginn haft samband við sitt verkalýðsfélag.
 • Á launaseðli kemur fram til hvaða stéttar- eða verkalýðsfélags launþegi greiðir félagsgjald.
 • Það er ekki skylda að vera í verkalýðs- eða stéttarfélagi en launþegi greiðir samt félagsgjald til verkalýðs- eða stéttarfélags. Til að vera skráður í verkalýðsfélag þarf að sækja skriflega um inngöngu.

Réttindi sem fylgja því að vera skráður félagi í stéttarfélagi

 • Aðstoð við að sækja rétt sinn ef launþegi telur að brotið sé á sér.
 • Aðstoð við að sækja rétt sinn varðandi kjarasamninga.
 • Aðstoð við að sækja rétt sinn um aðbúnað og öryggi.
 • Sum verkalýðs- og stéttarélög styrkja atvinnulausa félagsmenn sína fjárhagslega.
 • Verkalýðs- og stéttarfélög hafa sjúkrasjóði sem veitt er úr til aðstoðar félagsmönnum ef þeir veikjast eða lenda í slysi.
 • Oft standa verkalýðs- og stéttarfélögin fyrir námskeiðum sem geta hækkað laun þeirra sem sækja þau.
 • Mörg verkalýðs- og stéttarfélög niðurgreiða námskeið, frístundastarf og heilsurækt fyrir félagsmenn sína, þar á meðal íslenskunámskeið.
 • Félagsmönnum í verkalýðs- og stéttarfélögum bjóðast ódýr sumarhús til leigu, afsláttur á fargjöldum bæði innanlands og utan, auk afsláttar hjá ýmsum fyrirtækjum.
 • Öllum er velkomið að leita sér upplýsinga hjá verkalýðs- og stéttarfélögunum.
 •  

Helstu félög

Stéttar- og verkalýðsfélög eru mörg og flokkast eftir starfsgreinum. Hvert um sig gerir kjarasamninga fyrir hönd þeirrar starfstéttar sem það er fulltrúi fyrir. 

Til þess að sjá hvaða félagi ákveðin starfsgrein tilheyrir og í hvaða félagi maður ætti að vera er hægt að líta á launaseðilinn. Á launaseðli er hægt að sjá í hvaða félag hefur verið greitt.

Öllum er velkomið að leita sér upplýsinga hjá stéttarfélögunum:

Efling-stéttarfélag
Sætún 1
Sími: 510 7500
Fax: 510 7501
Veffagn: www.efling.is
Netfang: efling@efling.is

 

VR
Hús verslunarinnar, Kringlunni 7
103 Reykjavík
Sími: 510 1700
Fax: 510 1717
Veffang: www.vr.is
Netfang: vr@vr.is

 

Heildarsamtök

 

ASÍ, Alþýðusamband Íslands
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími: 535 5600
Fax; 535 5601
Veffang: www.asi.is
Netfang: asi@asi.is

 

BHM, Bandalag háskólamanna
Borgartúni 6,
105 Reykjavík
Sími: 581 2090
Fax: 588 9239
Veffang: www.bhm.is
Netfang: bhm@bhm.is

 

BSRB, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
Grettisgötu 89
105 Reykjavík
Sími: 525 8300
Fax: 525 8309
Veffang: www.bsrb.is
Netfang: bsrb@bsrb.i

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar