Þegar fólk er orðið 18 ára getur það gengið í hjónaband.

  • Dóms- og kirkjumálaráðuneytið getur veitt yngra fólki undanþágu til þess að ganga í hjónaband.
  • Þeir aðilar sem hafa leyfi til að vígja fólk í hjónaband (gifta) eru prestar og forstöðumenn trúfélaga, sýslumenn og fulltrúar þeirra.
  • Hjónaband leggur skyldu á báða aðila á meðan hjónabandið er gilt, hvort sem hjónin búa saman eða ekki, og jafnvel þótt þau séu skilin að borði og sæng.
  • Í hjónaböndum á Íslandi hafa bæði konan og maðurinn sömu réttindi.
  • Skyldur þeirra gagnvart börnum og öðru sem tengist hjónabandi þeirra eru einnig þær sömu.
  • Ef maki deyr í hjónabandi, erfir hinn vissan hluta af eignum hans. Íslensk lög leyfa að maki sitji að óskiptu búi að mestu leyti. Þannig getur ekkjan eða ekkillinn búið áfram á heimili sínu eftir að makinn deyr.
  • Hjón eru ábyrg fyrir þeim skuldum sem hvort um sig stofnar til.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar