Þróunarsjóður innflytjendamála

Háskólasetur Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða hefur umsjón með umsýslu Þróunarsjóðs innflytjendamála en sjóðurinn er starfræktur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og kemur með tillögur að styrkveitingum hverju sinni.

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi. Ennfremur að afla þekkingar sem nýst getur til þess að koma betur til móts við þarfir innflytjenda og móttöku þeirra.

Úthlutað er úr sjóðnum árlega og sérstök áhersla er lögð á einstaka viðfangsefni hverju sinni. Fyrir síðustu styrkveitingu var þannig lögð áhersla á stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og fræðslu gegn fordómum.

Umsóknarfrestur er auglýstur sérstaklega og er áhugasömum bent á að fylgjast með á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða og á vefsíðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins.

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð má nálgast á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða ásamt samantektum eldri verkefna


Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar