Þann 15. maí 2013 tók nýr samningur gildi um tannlækningar barna, sem innleiddur er í áföngum. Hann felur í sér að:

Börn á aldrinum 15-17 ára fá alla nauðsynlega almenna tannlæknaþjónustu og greiða aðeins fast komugjald einu sinni á ári, 2500 kr

Þann 1. September 2013 bætast við börn á aldrinum 3ja. 12, 13 og 14 ára.

1. Janúar 2014 bætast við börn á aldrinum 10 og 11 ára

1. Janúar 2015 bætast við 8 og 9 ára börn

1. Janúar 2016 bætast við 6 og 7 ára börn

1. Janúar 2017 bætast við 4 og 5 ára börn

1. Janúar 2018 tekur samningurinn til allra barna yngri en 18 ára

Þau börn sem falla ekki undir samninginn vegna aldurs fá áfram endurgreiðslu samkvæmt gjaldskrám SÍ. 

Þeir sem njóta þjónustunnar þurfa þá hvorki að leggja út fyrir hlutdeild sjúkratrygginganna né standa í því sjálfir að fá hana endurgreidda vegan rafrænna reikningsskila tannlækna

Börn sem búa við félagslega erfiðar aðstæður og falla ekki innan samningsins vegna aldurs og eru í bráðavanda geta fengið nauðsynlega tannlæknaþjónustu samkvæmt samningnum hafi þau fengið samþykki SÍ að undangenginni tilvísun frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum

Frá 1. Júní 2013 þarf að skrá börn hjá heimilistannlækni en það er forsenda fyrir greiðsluþátttöku SÍ.  Hægt er að gera það hér

Listi yfir tannlækna með samning um barnatannlækningar

Serstakar reglur gilda um þáttöku almannatrygginga í tannlæknakostnaði fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og vegna tannréttinga barna.

Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tannréttingar samkvæmt ákveðnum reglum:

Vegna alvarlegustu tilvika, s.s. klofins góms eða verulegrar tannvöntunar greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar

Vegna annarra alvarlegra tilvika sem krefjast meðferðar með spöngum:  Vegna einstaklinga sem byrja tannréttingarmeðferð með spöngum, á að minnsta kosti 10 tennur og að minnsta kosti annars góms, fyrir 21 árs aldur, og ekki hafa áður notið þátttöku Sjúkratrygginga Íslands við tannréttingar, veita sjúkratryggingar styrk að upphæð allt að 150.000 kr. Styrkurinn greiðist í þremur jöfnum hlutum á þremur árum.

Ferðakostnaðarreglur (2 ferðir á ári til lækninga) fyrir þá sem njóta styrks vegna tannréttinga. Einnig er greiddur styrkur vegna ítrekaðra ferða vegna alvarlegustu tilvikanna. Sækja þarf um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrirfram, hvort sem um tannréttingar eða ferðastyrk er að ræða. Sérfræðingur í tannréttingum fyllir út viðeigandi eyðublöð sem læknir og sjúklingur skrifa undir og senda til Sjúkratrygginga Íslands.

 

Tannlæknavakt /Bráðaþjónusta vegna tannlækninga

Sími 426-8000.
Vínlandsleið 16. Reykjavík
Vefsíða: http://www.tannlaeknavaktin.is/
Tannréttingar

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar