TÆKNIKAFFI Á BORGARBÓKASAFNINU / The Tech Coffees in The Reykjavik City Library

(English below)

 Borgarbókasafnið kynnir með stolti nýja þjónustu fyrir fullorðna: Tæknikaffi! Þar getur fullorðið fólk fengið aðstoð við að nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Starfsfólk bókasafnsins verður með einfalda og aðgengilega kennslu sem hentar vel þeim sem vilja fræðast meira um tæknimál í þægilegu og afslöppuðu umhverfi. Tæknikaffið verður haldið alla fimmtudaga í maí frá kl. 16-18.

Aðra hverja viku bjóðum við síðan upp á fræðslu um ýmislegt skemmtilegt sem netið býður upp á. Þess á milli eru stundirnar opnar þar sem starfsmenn safnsins aðstoða við ýmis tæknimál. Ekki er boðið upp á sérfræðiaðstoð, en starfsmenn eru vanir tölvuvinnu og gera sitt besta til að finna lausnir og veita aðstoð.

Best er að fólk hafi eigin tölvu eða snjallsíma meðferðis en það verða þó einhverjar tölvur til afnota svo og skanni og heyrnartól.

 

Í maí verða Tæknikaffistundirnar eftirfarandi:

 

2. maí. Rafbókasafnið: Hvernig fær maður raf- og hljóðbækur í snjalltæki og tölvur? Hvernig eru bækur sóttar og hvað þarf til?
9. maí – Opið Tæknikaffi: Komdu og fáðu aðstoð!

16. maí. Ferðalög: Sjáðu síður og öpp sem tengjast ferðalögum. Gisting, flug, bílar, tjaldstæði, landakort, götukort og fleira.
23. maí – Opið Tæknikaffi: Komdu og fáðu aðstoð!

 

Tobba hjá Borgarbókasafninu getur svarað spurningum sem varða Tæknikaffið.

Þorbjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri
Sími: 411 6129 / 862 1702
Tölvupóstfang: thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

 

Viðburðurinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/301349677449076/

 

The Tech Coffees are new events by the Reykjavik City Library where grown ups are encouraged to come and get help using the Internet, computers, iPads and smartphones.

Every other week we‘ll have talks on specific tech related things and teach you new skills. The other Tech Coffees will be open for anyone who‘d like to get help from the library staff, or other like-minded people. The staff might not be computer geniuses but they do work with computers every day and therefor know one thing or another. We can‘t promise to solve all technical issues but we‘ll try our best. Also, people are welcome to send us ideas on what topics to discuss in the future.

Please bring your own computers or smart phones. There will be some computers available at the library, a scanner and headphones.

May 2nd The E-Library: How do you get e-books and audio books on your phone and computers? How do you download the books and what else do you need?

May 9th – Open Tech Coffee: Come get assistance!

May 16th – Vacationing: Look at websites and apps that help you plan and enjoy your trip. Booking accommodation and flights, renting cars, understanding road maps and more.

May 23rd – Open Tech Coffee: Come get assistance!

For more info please contact:
Þorbjörg Karlsdóttir
411 6129
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagata 15
101 Reykjavík