Utanríkisráðuneytið heldur utan um upplýsingar um erlend sendiráð og ræðisskrifstofur. Upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast þær eru að finna hér.

Útlendingastofnun er sú stofnun innan íslenskrar stjórnsýslu sem helst snýr að erlendum ríkisborgurum á Íslandi.

Þjóðskrá Íslands tekur við tilkynningum fólks um búferlaflutninga, bæði innanlands og á milli landa, beiðni um nafnabreytingar, skráningu sambúðar, tekur á móti kennitöluumsóknum og fleira. Þá fylla EES- og EFTA-ríkisborgarar út þar til gerð eyðublöð til að skrá rétt sinn til dvalar á Íslandi og skila til Þjóðskrár Íslands.

Sýslumenn fara með stjórnsýslu ríkisins eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um.

Hlutverk Vinnueftirlitsins er að tryggja að öryggi starfsmanna sé gætt, viðeigandi vinnuaðstöðu þeirra og að ráðstafanir séu fyrir hendi til að koma í veg fyrir slys á vinnustað.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar