Spurt og svarað

1. HVERNIG LÆT ÉG STAÐFESTA UNDIRSKRIFT MÍNA

Til þess að fá stimpil og staðfesta undirskrift á skjöl, s.s vegna umboðs eða annað þá þarf að fara til sýslumannsembætta og biðja um lögbókendagerð.

Notarialgerðir (lögbókandagerðir) eru valdsmannsathafnir sem sýslumenn framkvæma hver í sínu umdæmi.

Utanríkisráðuneytið staðfestir undirskriftir annarra íslenskra stofnanna, löggiltra skjalaþýðenda o.fl. Er það gert með þeim hætti að hlutaðeigandi starfsmaður undirritar þar til gerðan stimpil með áletruninni “It is hereby certified that this/these document/s have been duly signed by the authority/ies concerned, MINISTRY FOR FOREIGN AFFAIRS, REYKJAVÍK”. Í þessari stjórnvaldsathöfn felst staðfesting utanríkisráðuneytisins á því að þau skjöl sem þannig eru stimpluð séu frá lögbærum aðilum. Þegar um ættleiðingaskjöl er að ræða eru þau gegnumdregin og innsigluð.

Utanríkisráðuneytið –

Rauðarárstíg 25 – 150 Reykjavík

Veffang: www.utanrikisraduneyti.is Netfang: postur@utn.stjr.is

Sími 545-9900 – Bréfasímar 562-2373, 562-2386

2. HVAÐ ÞARF ÉG AÐ GERA ÁÐUR EN ÉG FER FRÁ ÍSLANDI?
• Tilkynna flutning til Þjóðskrár og til sveitarfélags
• Tilkynna flutning og nýtt heimilisfang til póstsins og til annarra stofnana (sími, rafmagn, bankar eða annað)
• Fá E- 104 vottorð um sjúkratryggingu frá Tryggingastofnun ríkisins ( á við ríkisborgara innan EES) ath sérstakar reglur og önnur vottorð eiga við útsenda starfsmenn
• Fá E- 301/N 301 vottorð um vinnutímabil frá Vinnumálastofnun (ríkisborgarar landa innan EES)
• Fá starfsvottorð frá vinnuveitanda um vinnutíma á Íslandi
• Fá vottorð um greiðslur í lífeyrissjóð hjá Lífeyrissjóði
• Ganga frá skattaskýrslu hjá Ríkisskattstjóra eða skattstjóra í heimabyggð.