Ef annað hjóna mætir ekki til sýslumanns, eða neitar að skilja, þarf að ganga frá málinu fyrir dómstólum. Þá er æskilegt að hjón ráði til sín lögmann, sitt í hvoru lagi, þó þeim sé heimilt að flytja málið sjálf fyrir dómstólum.

Ef gengið er frá skilnaði fyrir dómstólum þarf að liggja fyrir eignaskiptasamningur eða úrskurður héraðsdóms um opinber skipti á búinu. 

Þá sér skiptastjóri um skiptingu eigna og skulda, ákvörðun um lífeyri og svo framvegis. 

Til að ganga megi frá skilnaði fyrir dómi þarf að liggja fyrir að búið (eignir) hafi verið tekið til opinberra skipta.

Ef ekki liggur fyrir samkomulag um forsjá barna má reka skilnaðarmálið og forsjámálið sameiginlega.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar