Sjúkratryggingar fyrir EES -og EFTA ríkisborgara

Allir sem hafa átt lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfleytt, áður en bóta er óskað, eru sjúkratryggðir. Börn og unglingar, yngri en 18 ára sem búsett eru hér á landi, eru sjúkratryggð með foreldrum sínum eða forsjáraðilum. Sama gildir um stjúpbörn og fósturbörn.

Þeir sem framvísa viðeigandi vottorðum geta fengið sjúkratryggingu strax við flutning. Skila þarf gildu E-104 vottorði frá sjúkrasamlagi eða tryggingastofnun í fyrra heimalandi til Sjúkratrygginga Íslands eða umboða Tryggingastofnunar ríkisins á landsbyggðinni. E-104 vottorð er staðfesting á tryggingar- og starfstímabili í öðru EES- og EFTA-ríki.

Sjúkratryggingar Íslands ákvarðar hvort ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja fái flutt réttindi sín til Íslands.

Fylla þarf út eyðublaðið „Umsókn um skráningu í tryggingaskrá“  undir ,,Réttindi milli landa” og skila til Sjúkratrygginga Íslands eða umboða Tryggingastofnunar á sýsluskrifstofum ásamt viðeigandi fylgigögnum (E-104, E-101, E-106, E-109, E-121, staðfestingu frá skattyfirvöldum eða öðrum gögnum sem við eiga).

 

Þeir sem ekki geta flutt réttindi á milli landa eða hafa einungis verið tryggðir hjá einkatryggingafélagi þurfa að kaupa sjúkratryggingu hjá vátryggingafélagi sem er með starfsleyfi á Íslandi. Tryggingin þarf að gilda í sex mánuði frá skráningu lögheimilis.

Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða hærra gjald fyrir heilbrigðisþjónustu. Upplýsingar um sjúkratryggingar eru að finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.

Sjúkratryggingar fyrir aðra en EES- og EFTA-ríkisborgara

Umsækjandi þarf að kaupa sjúkratryggingu sem kallast sjúkrakostnaðartrygging hjá vátryggingafélagi sem er með starfsleyfi á Íslandi.

Tryggingin þarf að gilda í minnst sex mánuði frá skráningu lögheimilis eða þar til viðkomandi er búinn að ávinna sér rétt til að vera sjúkratryggður á Íslandi. Nánari upplýsingar veita vátryggingafélögin; vordur.istm.isvis.issjova.is .

Börn og unglingar, yngri en 18 ára, eru sjúkratryggð með foreldrum sínum eða forsjármönnum. Sama gildir um kjörbörn, stjúpbörn og fósturbörn.

Þeir sem ekki eru sjúkratryggðir þurfa að greiða hærra gjald fyrir heilbrigðisþjónustu. Upplýsingar um sjúkratryggingar og fleira eru að finna á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins (www.tr.is) og á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukra.is).

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar