Rafmagn og hiti

  • Heitt og kalt vatn ásamt rafmagni eiga að vera til staðar í öllu íbúðarhúsnæði og er húsnæði á Íslandi hitað upp með heitu vatni eða rafmagni.
  • Þegar flutt er inn í íbúð eða hús er mikilvægt að láta lesa af mælum vegna orkunotkunar svo aðeins sé greitt fyrir eigin notkun.
  • Í sumum tilfellum eru hiti og rafmagn innifalin í leigu en ef ekki þurfa leigjendur að greiða fyrir notkunina sjálfir.
  • Yfirleitt eru reikningar sendir mánaðarlega og byggja þeir reikningar á áætlaðri orkunotkun íbúanna í viðkomandi húsnæði. Einu sinni á ári er svo sendur uppgjörsreikningur samkvæmt álestri en þá les starfsmaður orkufyrirtækisins á mælana sem mæla orkunotkunina á heimilinu.
  • Skrifstofur sveitarfélaga geta gefið upplýsingar um fyrirtæki sem selja rafmagn og heitt vatn í viðkomandi sveitarfélagi.   

 

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar