Ökunám

 • Ökunám á fólksbifreið (venjulegan bíl) getur hafist við 16 ára aldur en ökuréttindi eru fyrst veitt við 17 ára aldur. Réttindaaldur fyrir létt bifhjól (skellinöðru) er 15 ár og fyrir dráttarvél 16 ár.
 • Til að hefja ökunám þarf að hafa samband við löggiltan ökukennara. Ökukennari hefur umsjón með bæði verklegum og bóklegum hluta námsins og vísar á ökuskóla þar sem bóklegt nám fer fram.
 • Ökunemar geta stundað æfingaakstur á bifreið með leiðbeinanda öðrum en ökukennara. Skilyrði fyrir leyfi til æfingaaksturs eru að:
  • nemandi hafi að minnsta kosti lokið fyrri hluta bóklegs náms og hlotið næga verklega þjálfun að mati ökukennara,
  • leiðbeinandi sé orðinn 24 ára og hafi að minnsta kosti 5 ára aksturseynslu,
  • leiðbeinandi hafi leyfi sem sótt er um til sýslumanna á hverjum stað en í Reykjavík til lögreglustjórans.

   Fræðsluefni og ökupróf á Netinu fyrir ökunema og aðra sem vilja rifja upp og bæta við þekkingu sína og hæfni í umferðinni.

Umferðarstofa

Ökukennarafélag Íslands

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar