Apótek

  • Í apótekum eða lyfjaverslunum eru seld lyf ásamt ýmiskonar smávöru sem yfirleitt tengist heilsu á einhvern hátt.
  • Þar er bæði hægt að kaupa ólyfseðilsskyld verkjalyf og þangað er hægt að fara með lyfseðil frá lækni til þess að fá lyfseðilsskyld lyf afhent.
  • Opnunartími apóteka er mismunandi en Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi eru opin til miðnættis öll kvöld.

Listi yfir apótek

Lyf

  • Þrepaskipt greiðsluþátttaka tók gildi í mai 2013. Greiðsluþátttökukerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils.
  • Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%.
  • Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki fær hann lyf að fullu greidd af sjúkratryggingum það sem eftir er af tímabilinu.

Öll lyf sem SÍ taka þátt í að greiða (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) verða felld inn í greiðsluþrepin. Þau lyf sem SÍ taka ekki þátt í að greiða, falla utan greiðsluþrepanna.  Sjá nánar á sjukra.is

  • Lyf sem ekki eru lyfseðilsskyld greiðir sjúklingur að fullu.

  • Lyf má nálgast í apótekum eða lyfjaverslunum.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar