Vegna alþjóðlegra samninga, svo sem á milli Norðurlandanna og aðildarríkja að EES- og EFTA-samningunum, gilda mismunandi reglur eftir ríkisfangi. Þeir sem ekki eru norrænir ríkisborgarar eða eru ríkisborgarar ríkja sem ekki eiga aðild að EES- eða EFTA-samningnum þurfa að sækja um dvalarleyfi ef þeir ætla að dvelja lengur en þrjá mánuði á Íslandi. Norrænir ríkisborgarar og rikisborgarar EES- og EFTA-ríkja sækja ekki um dvalarleyfi.

Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skiptist í þrjá flokka sem eru dvalarleyfi íþróttafólks, sérfræðinga og leyfi vegna tímabundins skorts á vinnuafli. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru ekki gefin út nema viðkomandi fái einnig atvinnuleyfi á Íslandi og sækja þarf þá um bæði leyfin samtímis. Vinnumálastofnun veitir atvinnuleyfi. (Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar).

Ríkisborgarar ríkja utan EES-svæðisins þurfa atvinnuleyfi áður en þeir flytja til Íslands vegna atvinnuþátttöku. Norrænir ríkisborgarar og rikisborgarar EES- og EFTA-ríkja sækja ekki um atvinnuleyfi.

Aðalmunurinn á búsetuleyfi og öðrum leyfum er sá að búsetuleyfi er ótímabundið leyfi. Það þýðir að ef umsækjandi fær útgefið búsetuleyfi þarf hann ekki að sækja um framlengingu á leyfinu eins og þarf að gera með dvalarleyfi. Áður en hægt er að sækja um búsetuleyfi verður umsækjandi að uppfylla ákveðin skilyrði, svo sem. um íslenskukunnáttu, búsetu á Íslandi og fleira.

Ekki þurfa allir vegabréfsáritun áður en ferðast er til Íslands en það fer eftir ríkisfangi viðkomandi. Upplýsingar um hverjir þurfa vegabréfáritun, hvar sótt er um vegabréfsáritun og fleira

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar