Almennar upplýsingar um atvinnuleyfi, dvalarleyfi, búsetuleyfi og vegabréfsáritanir.

Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skiptist í þrjá flokka sem eru dvalarleyfi íþróttafólks, sérfræðinga og leyfi vegna tímabundins skorts á vinnuafli. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru ekki gefin út nema viðkomandi fái einnig atvinnuleyfi á Íslandi og sækja þarf þá um bæði leyfin samtímis. Vinnumálastofnun veitir atvinnuleyfi. (Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar)

Almenna reglan er sú að erlendur ríkisborgari þarf að hafa átt lögheimili á Íslandi í sjö ár áður en hann getur sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Ýmis atriði geta þó haft áhrif á þann tíma og þannig þurfa til dæmis makar íslensks ríkisborgara og norrænir ríkisborgarar að bíða í styttri tíma eftir ríkisborgararétti.

Almennar upplýsingar um íslensk vegabréf.

Upplýsingar um löglegabúsetu ríkisborgara EES- og EFTA-ríkja á Íslandi. Ríkisborgarar EES- og EFTA-ríkja mega koma til landsins án sérstaks leyfis og dvelja eða starfa hér á landi í allt að þrjá mánuði áður en lögheimili er skráð og sex mánuði ef viðkomandi er í atvinnuleit. Að þeim tíma loknum er nauðsynlegt að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands, að því gefnu að skilyrði um framfærslu sé uppfyllt.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar