Þann 11. til 16. júlí 2007 kannaði Fjölmenningarsetrið, í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, viðhorf starfsmanna í sjö fiskverkunum á eftirfarandi stöðum á norðanverðum Vestfjörðum: Suðureyri, Hnífsdal, Flateyri, Bolungarvík, Súðavík og Þingeyri.

Markmiðið með framkvæmd könnunarinnar var að fá fram viðhorf svarenda til atvinnuöryggis síns á stöðunum. Könnunin var lögð fyrir bæði Íslendinga og innflytjendur sem vinna í fyrirtækjunum.

Könnunin var þýdd á þrjú tungumál auk íslensku, eða ensku, pólsku og taílensku.

Könnun þessi var styrkt af eftirfarandi aðilum: Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað, Súðavíkurbæ, Vinnumálastofnun, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og evrópu verkefninu Ári jafnra tækifæra.

Könnun á viðhorfum starfsfólks í fiskvinnslu á norðanverðum Vestfjörðum

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar