Kennitölu-umsókn EES ríkisborgara

Skammtímadvöl á Íslandi
Ríkisborgarar EES/EFTA ríkja mega koma til landsins án sérstaks leyfis og dvelja eða starfa hér á landi í þrjá mánuði áður en lögheimili er skráð og sex mánuði ef viðkomandi er í atvinnuleit. Þeir sem hyggja á slíka skammtímadvöl gætu þurft kennitölu til að njóta tiltekinnar þjónustu.

Til að mynda mega EES/EFTA borgarar vinna hér á landi í allt að þrjá mánuði án þess að skrá lögheimili en þá þurfa þeir skattkort. Ef svo ber undir þarf atvinnurekandi, eða sá aðili sem einstaklingurinn þarf þjónustu hjá (t.d. vátryggingafélag) að sækja um kennitölu hjá Þjóðskrá Íslands.

Viðkomandi er þá skráður í sérstaka kennitöluskrá með tímabundið aðsetur á Íslandi, en lögheimili erlendis.

 Langtímadvöl

Ríkisborgarar EES/EFTA ríkja sem hyggja á langtímadvöl hér á landi fylla út eyðublaðið ,,Beiðni um skráningu EES- eða EFTA útendings í þjóðskrá til lengri tíma en þriggja mánaða”.  Eyðublaðið gildir bæði sem umsókn um kennitölu og lögheimilisskráningu.

Eyðublaðið er hægt að nálgast á skrifstofu Þjóðskrár Íslands eða rafrænt á www.skra.is undir eyðublöð (A-261).

Umsækjandi verður að skila eyðublaðinu undirrituðu í eigin persónu, ásamt fylgigögnum (í frumriti eða staðfestu afriti), til Þjóðskrár Íslands í Reykjavík, á skrifstofur sveitarfélaga, eða til sýslumannsembætta á landsbyggðinni. Ekki er tekið við gögnum sem berast í pósti, tölvupósti eða faxi.

 

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar