Ísland í hnotskurn
 • Höfuðborg: Reykjavík
 • Opinbert tungumál: íslenska
 • Gjaldmiðill: íslensk króna (ISK)
 • Tímabelti: UTC + 0 (enginn sumartími)
 • Þjóðarlén: .is
 • Landsnúmer: +354
 • Íbúafjöldi 2017: 338.000
 • Þjóðsöngur: Lofsöngur
 • Stjórnarfar: Lýðveldi með þingbundinni stjórn
 • Forseti: Guðni TH. Jóhannesson
 • Forsætisráðherra: Katrín Jakobsdóttir
 • Stjórnsýsla: Ríki og sveitarfélög
 • Sveitarfélög: 74
 • Ísland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Norðurlandaráði.
 • Ísland var hluti af danska konungsveldinu og fékk ekki fullt sjálfstæði fyrr en það varð lýðveldi þann 17. júní 1944. Árið 1904 fékk Ísland heimastjórn og 1918 hlaut það fullveldi. Áður en Ísland laut stjórn Danmerkur var það hluti af norska konungsveldinu.