Bráða- og slysamóttökur eða slysadeildir eru á flestum heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum.

Þjónustan er veitt allt árið.

Neyðarnúmerið 112 svarar öllum símtölum vegna neyðartilvika og aðstoðarbeiðna og sinnir allri neyðarþjónustu, allan sólarhringinn, allt árið um kring.

  • Innlögn á sjúkrahús verður einungis fyrir milligöngu læknis. Í bráðatilfellum getur sjúklingur þó leitað beint til sjúkrahúss.
  • Þeir sem njóta almannatrygginga (eru sjúkratryggðir) eiga rétt á ókeypis sjúkrahúsavist.
  • Vaktaþjónusta heimilislækna er á heilsugæslustöðvum alls staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu er slík þjónusta á Læknavaktinni í síma 1770.
  • Þegar um börn er að ræða má einnig hafa samband við Barnalæknavakt í Domus Medica í síma 563-1010.
  • Sjúkrabílar sjá um flutninga á slösuðu og veiku fólki sem ekki kemst sjálft ferða sinna. Upplýsingar um símanúmer eru fremst í símaskrá. Neyðarnúmer fyrir allt landið er 112.

Um heilsugæslu á island.is

 


Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar