Húsaleigusamningar

 • Mikilvægt er að spyrja leigusalann, áður en skrifað er undir húsaleigusamning, hversu há leigan er, hvort borga þurfi tryggingu fyrirfram og hvernig greiðslu skuli háttað.
 • Ennfremur, hvort rafmagn, hiti og vatn sé innifalið í leiguupphæðinni, hvenær íbúðin sé laus og hvenær greiða eigi leiguna.
 • Húsaleigusamningar segja til um rétt og skyldur leigjanda og leigusala. Án samnings er staða leigjandans gagnvart lögum ótrygg og ekki er hægt að sækja um húsaleigubætur nema leigusamningur hafi verið lagður fram.
 • Komi upp ágreiningur á milli leigjenda og leigusala við gerð eða framkvæmd leigusamnings er hægt að vísa málinu til kærunefndar húsaleigumála. Málsmeðferð er aðilum málsins að kostnaðarlausu.
 • Húsaleigusamningi þarf að þinglýsa sé ætlunin að sækja um húsaleigubætur. Það er gert hjá sýslumannsembættum.
 • Húsaleigusamningar eiga að vera skriflegir. Sjá eyðublöð húsaleigusamninga
 • Húsaleigusamningar geta verið tímabundnir eða ótímabundnir.
 • Eins og er með alla samninga ætti fólk að lesa húsaleigusamninginn vel yfir áður en skrifað er undir.
 • Sé gerður munnlegur leigusamningur gilda um hann sömu ákvæði og um ótímabundna samninga.
 • Leigusala og leigjanda er frjálst að semja um leiguupphæð en samkvæmt lögum á hún að vera sanngjörn fyrir báða aðila.
 • Uppsagnarfrestur húsaleigusamninga er mislangur og fer hann meðal annars eftir því hvort samningurinn er tímabundinn eða ótímabundinn.
 • Við uppsögn leigusamnings er tryggara að gera það skriflega og með sannanlegum hætti, til dæmis með því að senda ábyrgðarbréf.
 • Sjá nánar um uppsagnarfrest og tryggingafé hér
 • Sjá greinagóðar upplýsingar um húsaleigumál á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins
 • Sjá einnig
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar