Hreinlæti vegna COVID-19

Fylgist með nýjustu upplýsingum um COVID-19 faraldurinn á viðeigandi miðlum, hægt er að nálgast upplýsingar í gegnum heimasíðu WHO, í gegnum fréttamiðla og opinberar heimasíður eins og hjá landlækni. Í augnablikinu herjar COVID-19 veiran aðallega á fólk í Kína þótt sýkingarinnar hafi orðið vart í öðrum löndum. Flestir þeir sem sýkjast verða ekki alvarlega veikir og ná sér, en þó getur fólk orðið alvarlega veikt. Verndaðu heilsu þína og annara með því að fylgja eftirfarandi ráðleggingum:

Þvoðu þér oft um hendurnar

Þvoðu þér vel og vandlega um hendurnar með sápu og vatni eða notaðu handspritt. Gerðu þetta reglulega.

Af hverju? Veiran drepst með þvotti eða með notkun handspritts.

Ekki vera ofan í fólki

Vertu alla vega 1 metra frá fólk sem sýnir einkenni þess að vera veikt (hóstar eða hnerrar).

Hvers vegna? 

Þegar fólk hnerrar eða hóstar sprautast litlir dropar út í umhverfið. Dropar þessir geta innihaldið smitefni. Ef þú stendur of nærri áttu á hættu að anda að þér dropunum og ef viðkomandi er smitaður af COVID-19 er hætta á smiti.

Forðastu að koma við augu, nef og munn.

Hvers vegna?

 Við komum við allskonar fleti í okkar daglega lífi. Ef við komum við eitthvað sem er smitmengað er hætta á að smitefni berist inn í líkamann í gegnum augu, nef og munn.

Gættu að hreinlæti

Gættu að því a hver og einn ástundi hreinlæti, haldið fyrir munn og nef þegar hnerrað er eða hóstað. Hnerrið og hóstið annað hvort í olnbogabótina eða þurrku. Losaðu þig við þurrkuna eftir að hún hefur verið notuð.

Hvers vegna? 

Dropar dreifa veirum. Með því að gæta vel að hreinlæti verndar þú fólkið í kringum þig frá sýkingum eins og kvefi, inflúensu og COVID-19.

Ef þú ert með einkenni eins og hita, hósta eða þér finnst erfitt að anda leitaðu þá læknis án tafar.

Vertu heima ef þú finnur fyrir einkennum. Ef þú ert með hita, hósta eða finnst erfitt að anda leitaðu þér læknisaðstoðar án tafar, en hringdu á undan þér. Fylgist með leiðbeiningum landlæknis og annara yfirvalda.

Hvers vegna? Embætti landlæknis og önnur yfirvöld búa yfir nýjustu og áreiðanlegustu upplýsingum um stöðuna á þínu svæði. Það að hringja á undan sér hjálpar heilbrigðisþjónustunni til að beina þér tafarlaust á réttan stað. Þetta hjálpar einnig til við að koma böndum á veirur og aðrar sýkingar.

Fylgist vel með upplýsingum og ráðgjöf frá heilbrigðisyfirvöldum

Fylgist vel með hvernig COVID-19 faraldurinn þróast. Fylgið ráðlegginum heilbrigðisþjónustunnar varðandi hvernig sé best að vernda bæði sjálfan sig og aðra frá COVID-19.

Hvers vegna? Heilbrigðisyfirvöld á landsvísu og heilbrigðisþjónustan á þínu svæði eru best upplýst um það hvort COVID-19 er að breiðast út á þínu svæði eða ekki. Þau eru því í bestri stöðu til þess að ráðleggja fólki um hvað það þarf að gera til þess að geta verndað sig frá faraldrinum.

Ráðleggingar til fólks sem er statt á svæðum þar sem COVID-19 veiran er til staðar eða hefur heimsótt slíka staði síðustu 14 daga.

  • Fylgið leiðbeinungunum hér að ofan.
  • Finni fólk til einkenna skal fólk halda sig heima við, jafnvel þótt að einkennin séu mild eins og vægur höfuðverkur og nefrennsli. Hvers vegna? Það að forðast samneyti við aðra hjálpar til við að koma böndum á veiruna og léttir til með heilbrigðisþjónustunni. Þannig verndar maður bæði sjálfan sig og aðra fyrir COVID-19.
  • Ef fólk fær hita, hósta eða finnst erfitt að anda skal leita læknis án tafar. Einkenni af þessu tagi gætu bent til öndunarfærasýkingar eða alvarlegra veikinda af öðru tagi. Hringdu á undan þér til viðkomandi heilbrigðisþjónustu og segðu frá ef þú hefur verið að ferðast eða hefur átt samskipti við ferðalanga. Hvers vegna? Það að hringja á undan sér hjálpar heilbrigðisþjónustunni til að beina þér tafarlaust á réttan stað. Þetta hjálpar einnig til við að koma böndum á COVID-19 og aðrar sýkingar.

Meginatriðið er að vernda sjálfan sig og aðra gegn því að sýkjast

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar