Allir eiga rétt á neyðaraðstoð hjá íslenska heilbrigðiskerfinu

Túlkun innan heilbrigðiskerfisins
Sjúklingur sem ekki talar íslensku á samkvæmt lögum rétt á túlkun upplýsinga um heilsufar sitt, fyrirhugaða meðferð og önnur hugsanleg úrræði.
Sé þörf á túlki þarf að taka það fram þegar tími er pantaður hjá lækni á heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi.
Það er viðkomandi stofnun sem ákveður hvort hún greiði fyrir túlkaþjónustu.