Grunnskólanám er skylda.

 • Skólaskylda í grunnskólum þýðir að börn og ungmenni á aldrinum 6 – 16 ára eiga að stunda þar nám.
 • Foreldrar verða að skrá börn sín í grunnskóla og sjá til þess að þau stundi námið. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á vefjum flestra grunnskóla og sveitarfélaga.
  Sveitarfélög á landinu
 • Börn og unglingar, sem sökum fötlunar eða félagslegra og tilfinningalegra örðugleika eiga erfitt með nám, hafa rétt á sérstökum stuðningi í námi.
 • Grunnskólanámið skiptist í þrjú stig. Á yngsta stigi eru nemendur fyrsta til fjórða bekkjar, á miðstigi eru nemendur fimmta til sjöunda bekkjar og á efsta stigi, unglingastigi, eru nemendur áttunda til tíunda bekkjar.
 • Grunnskólarnir eru einsetnir, það er kennsludagur nemenda er samfelldur með stundarhléum og matarhléi. Starfstími nemenda er að lágmarki 9 mánuðir á ári, 180 skóladagar.
 • Nemendur í efstu bekkjum grunnskóla geta stundað nám og/eða fjarnám við framhaldskóla samhliða grunnskólanámi. Ákvörðun um námið er tekin í samráði við skólastjórnendur. Nánari upplýsingar um fjarnám er að finna á vefjum framhaldsskóla.
  Nám barna og unglinga í grunnskólum sem reknir eru á vegum sveitarfélaga er ókeypis.
 •  Engir biðlistar eru í grunnskólum.

Linkar

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar