Fréttatilkynning frá Borgarbókasafninu og Samtökum kvenna af erlendum uppruna

Söguhringur kvenna – Mannréttindafræðsla og danssmiðja
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
Sunnudaginn 17. mars kl. 13.30-16.00

Söguhringur kvenna kemur saman í Borgarbókasafninu Gerðubergi sunnudaginn 17. mars kl. 13.30 – 16.00. Öllum konum er velkomið að taka þátt í fræðslu um mannréttindi og danssmiðju.

Mannréttindafræðsla
Margrét Steinarsdóttir
, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands mun fræða okkur um réttindi kvenna á Íslandi, hvort sem það er sem móðir, eiginkona eða starfsmaður. Hvert get ég leitað ef ég verð fyrir broti í starfi? Hvert leita ég vegna mála sem tengjast barninu mínu? Eftir fræðsluna verður opnað fyrir spurningar.

Danssmiðja
Að fræðslu lokinni kl. 14.30 er öllum konum boðið að taka þátt í danssmiðju með Yuliana Palacios.

Um er að ræða óvenjulegt og orkumikið námskeið með áherslu á hreyfingu. Líkamar okkar og vöðvaminni verða helstu viðfangsefni námskeiðsins. Kafað verður í þá viskubrunna sem líkamar okkar eru í áhugaverðri smiðju sem sameinar dans, hreyfingu og allt þar á milli.

Ekki er nauðsynlegt að sækja báða viðburðina. Allar konur velkomnar!

Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni Samtaka kvenna af erlendum uppruna og Borgarbókasafnsins. Kynnið ykkur dagskrána HÉR.

Nánari upplýsingar veitir:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122 / 618 1420

Shelagh Smith, sem situr í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@simnet.is | s. 696 3041