Umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi þarf að berast Vinnumálastofnun
minnst einum mánuði áður en gildandi atvinnuleyfi rennur út.

  •  Atvinnurekandi skilar inn umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi, ásamt umsókn útlendingsins um framlengingu á dvalarleyfi, til Útlendingastofnunar. Þaðan er umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi send til Vinnumálastofnunar.
  • Útlendingurinn sjálfur ber ábyrgð á því að umsókn um framlengingu á dvalarleyfi sé lögð inn til Útlendingastofnunar í tæka tíð.
  • Atvinnurekandi ber ábyrgð á að umsókn um framlengingu á atvinnuleyfi sé lögð inn hjá Útlendingastofnun í tæka tíð.
  • Atvinnuleyfi er yfirleitt veitt til eins árs í senn þó aldrei lengur en til þess tíma sem dvalarleyfi hefur verið veitt
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar