Dvalarleyfi fyrir foreldra barns yngra en 18 ára

Heimt er að ákveðnum skilyrðum uppfylltum að veita forsjárforeldri barns, sem er yngra en 18 ára og búsett á Íslandi, dvalarleyfi hér á landi. Skilyrði fyrir veitingu ráðast af því hvort umsækjandi ætlar að búa með barni sínu eða ekki:

Ef umsækjandi ætlar að búa með barni sínu er veiting dvalarleyfis heimil ef:

 • umsækjandi fer með eða deilir forsjá barnsins, og
 • barnið er íslenskur ríkisborgari, og
 • umsækjandi er ekki í hjúskap eða sambúð með hinu foreldri barnsins, og
 • það er nauðsynlegt til þess að barnið geti búið áfram hér á landi.

Ef umsækjandi ætlar ekki að búa með barni sínu er veiting heimil ef:

 • umsækjandi fer með eða deilir forsjá barnsins, og
 • barnið er íslenskur ríkisborgari eða með dvalarleyfi hér á landi, og
 • umsækjandi var í lögmætri dvöl hér á landi þegar umsókn var lögð fram, og
 • umsækjandi hefur haft dvalarleyfi hér á landi sem ekki er hægt að endurnýja á sama grundvelli, og
 • umsækjandi hefur umgengnisrétt við barnið samkvæmt staðfestum samningi og fyrir liggur að umgengni á sér stað samkvæmt honum, og
 • það er nauðsynlegt til að viðhalda umgengni umsækjanda við barnið.

Þú gætir átt rétt á dvalarleyfi sem foreldri ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt, ásamt fleirum

 • þú átt barn hér á landi sem er yngra en 18 ára,
 • ert með forsjá yfir barninu og staðfesta umgengni
 • getur sýnt fram á þú getir framfleytt þér á dvalartíma,
 • ert sjúkratryggð(ur) hjá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög),
 • hefur ekki afplánað refsingu erlendis á síðustu 5 árum eða verið dæmd(ur) til lengri refsingar en sem samsvarar 3 mánaða fangelsi samkvæmt íslenskum lögum, og
 • átt vegabréf þar sem gildistími er minnst 90 dagar umfram áætlaðan gildistíma dvalarleyfis,
 • samþykki fjölskyldumeðlims hér á landi fyrir útgáfu leyfis liggur fyrir.

Þú mátt ekki

 • vera í hjúskap eða sambúð með hinu foreldri barnsins,
 • byrja að vinna fyrr en dvalar- og atvinnuleyfi hefur verið veitt.
 • vinna fyrir annan atvinnurekanda en þann sem atvinnuleyfið var veitt til,
 • vera lengur frá landinu en 90 mánuði af hverjum 12 mánuðum, meðan þú hefur dvalarleyfi hér á landi.

Umsókn um dvalarleyfi (og atvinnuleyfi, ef við á) og önnur fylgigögn skulu lögð fram hjá Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Útlendingastofnunnar

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar