Upplýsingar um ökuskírteini og yfirfærslu þeirra.

Skipti á erlendum ökuskírteinum
Einstaklingar sem hafa fasta búsetu á Íslandi (yfirleitt lögheimili) geta fengið útgefið íslenskt ökuskírteini í stað þess erlenda. Umsókn um skipti á ökuskírteini í samsvarandi íslenskt má afhenda sýslumanni, óháð því hvar umsækjandi hefur búsetu, að því gefnu að hann hafi fasta búsetu á Íslandi.
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér: https://www.logreglan.is/adstod/eydublod/okuskirteini/
Umsóknina má fylla út á vefnum, prenta út og hafa með sér á skrifstofu sýslumanns þar sem á að leggja umsóknina inn. Á höfuðborgarsvæðinu sótt um ökuskírteini á skrifstofu sýslumanns höfuðborgarsvæðisins að Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi. Sjá vef sýslumanna
Upplýsingar um umsókn
 • Þeir sem eru með gilt ökuskírteini gefið út í ríki sem ekki á aðild að EES verða í flestum tilfellum að leggja fram heilbrigðisyfirlýsingu eða læknisvottorð. Þeir verða líka að  gangast undir bóklegt og verklegt próf fyrir B-flokk og verklegt próf fyrir hvern annan ökuréttindaflokk sem umsóknin varðar. Þá er heimilt að krefjast þess að ríkisborgarar utan EES leggi fram dvalarleyfi eða dvalarleyfiskort samhliða umsókn sinni um íslenskt ökuskírteini.

 • Ef ökuskírteinið var gefið út í Færeyjum eða EES-ríki er íslenskt ökuskírteini að jafnaði gefið út án þess að umækjandi þurfi að gangast undir próf eða leggja fram heilbrigðisyfirlýsingu eða læknisvottorð.

 • Sá sem fær útgefið íslenskt ökuskírteini á grundvelli erlends ökuskírteinis verður að afhenda erlenda ökuskírteinið þegar umsókn um íslenskt ökuskírteini er lögð fram.

 • Engum er heimilt að hafa ökuskírteini frá fleiru en einu ríki sem er aðili að EES.

 • Umsókn um skipti á erlendu ökuskírteini skal fylgja:

  • Ljósmynd (35 x 45 mm) af umsækjanda.

  • Erlent ökuskírteini.

  • Heilbrigðisyfirlýsing eða eftir atvikum læknisvottorð, sé erlent ökuskírteini ekki gefið út í Færeyjum eða ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.