Vissir þú að..

 • Sá alþjóðasamningur sem gegnir lykilhlutverki í tengslum við meðferð umsókna um hæli er samningur um stöðu flóttamanna frá 28. júlí 1951, venjulegar kallaður Flóttamannasamningurinn. Hann var fullgiltur af Íslands hálfu 30. nóvember 1955 og tók gildi hér á landi 1. mars 1956. Árið 1986 var einnig fullgiltur viðbótarsamningur frá 31. janúar 1967 um breytingu samningsins.
 • Fyrstu flóttamennirnir til Íslands komu frá Ungverjalandi árið 1956 og voru 52 talsins.
 • Árið 1959 komu 32 flóttamenn til Íslands frá Júgóslavíu. Árið 1979 kom 34 frá Víetnam og árið 1982 komu 26 flóttamenn frá Póllandi. Samtals komu 60 flóttamenn frá Víetnam til Íslands á árunum 1990 og 1991. Samtals komu 204 flóttamenn til Íslands á þessu tímabili.
 • Árið 1991 var Félag nýrra Íslendinga eða Society of New Icelanders (SONI) stofnað. Fyrsti formaður var Hope Knutsson. Hlutverk félagsins var að veita útlendingum félagslegan stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag.
 • Árið 1993 – 26. ágúst hóf Upplýsinga- og menningarmiðstöð nýbúa starfsemi. Hún var rekin af íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur og hafði það hlutverk að þjóna foreldrum og börnum frá öðrum löndum sem búsettir voru á Íslandi
 • Árið 1995 var Flóttamannaráð stofnað á Íslandi. Flóttamannaráð heitir nú Flóttamannanefnd.
 • Árið 1996 hóf Japaninn Toshiki Toma störf sem prestur innflytjenda á Íslandi og fjölskyldna þeirra hjá íslensku þjóðkirkjunni.
 • Árið 1996 – 4. nóvember var fyrsti fundur Fjölmenningaráðs haldinn. SONI – félag nýrra Íslendinga átti frumkvæði að stofnun ráðs sem myndi veita stjórnvöldum og stofnunum ráðgjöf við þróun og útfærslu á þjónustu fyrir útlendinga. 
 • Árið 1998 var fyrsta þjóðahátíðin  haldin á Ísafirði á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, 21. mars.Frumkvæðið kom frá nokkrum heimamönnum á Ísafirði, aðallega konum sem höfðu áhuga á að ná saman þeim mannauði sem bjó í því fólki sem hafði komið erlendis frá og sest að fyrir vestan, en þeir voru í kringum 500 talsins frá um 40 þjóðlöndum.  Síðan þá hafa þjóðahátíðir verið haldnar víða um landið.
 • Árið 2000 var félagið Rætur stofnað á Vestfjörðum. Markmið félagsins var að auðvelda tengsl aðkomufólks og þeirra sem fyrir eru á Íslandi í leik og starfi og að vinna að auknum skilningi og virðingu fyrir ólíkri menningu og stuðla að almennri velvild og umburðarlyndi manna á meðal.
 • Árið 2001 – 30. júlí – var Fjölmenningarsetur formlega opnað.  Félagið Rætur beitti sér fyrir stofnun miðstöðvar nýbúa á Vestfjörðum og hlaut áheyrn þingmanna. Úr varð stofnun Fjölmenningarseturs. Aðsetur þess er á Ísafirði og þjónar Setrið innflytjendum á öllu landinu. Fjölmenningarsetur hefur verið verkefni á vegum félags og tryggingamálaráðuneytisins frá upphafi.
 • Árið 2001 hófst starfsemi Alþjóðahúss, sem var þekkingar og þjónustufyrirtæki á sviði fjölmenningar og mennréttinda í eigu Reykjavíkjurdeildar Rauðakross Íslands. Alþjóðahús tók við af Miðstöð nýbúa, sem heyrði undir Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkurborgar. Upphaflega var Alþjóðahús einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kópavogsbæjar og Seltjarnarneskaupstaðar en frá og með 1. febrúar 2003 varð Alþjóðahús einkahlutafélag í eigu Reykjavíkurdeildar Rauðakrossins með þjónustusamninga viðHafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstað.
 • Árið 2003 tóku erlendar konur sig saman og stofnuðu Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins.
 • Árið 2003 gekk Dorrit Moussaieff í hjónaband með forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Dorrit á rætur að rekja til Ísrael og því er forsetafrúin á Íslandi innflytjandi.
 • Árið 2005 var félag Anti-Rasista stofnað á Íslandi. Markmið félagsins er að berjast gegn fordómum af öllum tegundum. Stjórnin var skipuð Íslendingum og fólki af erlendu bergi til helminga.
 • Árið 2007 var Poul Fontaine Nikolov varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fyrstur innflytjenda til þess að taka sæti á Alþingi. Hann er af Bandarískum uppruna.
 • Árið 2008 var Amal Tamimi fyrsti innflytjandinn til að stýra innflytjendaráði. Amal er ættuð frá Palestínu. Sama ár varð hún jafnframt fyrsti innflytjandinn til að sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 • Árið 2008 tók fyrsti innflytjandinn sæti í borgarstjórn og flutti þar ræðu um mannréttindamál borgarinnar, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Falasteen Abu Libdeh en hún er dóttir Amal Tamimi.
 • Árið 2008 vann íslenska karlalandsliðið í handbolta silfurverðlaun. Í liðinu var fyrsti innflytjandinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd – Alexander Petersson, sem á uppruna að rekja til Lettlands.
 • Alexander Petersson var jafnframt fyrsti innflytjandinn til að hljóta tiltilinn Íþróttamaður ársins á Íslandi, árið 2010.
 • Í júní árið 2010 var gerð sú breyting í málefnum innflytjenda að lögfræðiaðstoð og samfélagsupplýsingar sem Alþjóðahús hafði haft með höndum var færð til Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Það breytti rekstrarforsendum Alþjóðahúss og starfsemin var endurnýjuð og nafninu breytt í Alþjóðasetur.
 • Árið 2010 var Fjölmenningarráð Reykjavíkur stofnað. Kosnir voru 7 fulltrúar í ráðið á Fjölmenningarþingi þann 6. nóvember. Þeir eiga að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og aðrar stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Fulltrúarnir eru allir af erlendum uppruna.
 • Árið 2011 tók Pavel Bartoszek sæti í Stjórnlagaráði og er eini innflytjandinn í ráðinu. Pavel er ættaður frá Póllandi
 • Árið 2010 voru börn í leikskólum á Íslandi með erlent móðurmál samtals 1.815
 • Haustið 2010 voru Grunnskólanemendur með erlent móðurmál 2.318 eða 5,4% nemenda. Flestir þeirra voru pólskumælandi eða 768 nemendur.
 • Hinn 1. janúar 2011 voru  25.693 innflytjendur á Íslandi eða 8,1% mannfjöldans. Það er fækkun frá árinu 2010, þegar innflytjendur voru 8,2% landsmanna og 26.171 alls.
 • Samanlagt var fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 8,9% af mannfjöldanum hinn 1. janúar 2011, sem er það sama og hún var árið 2010.
 • Eins og síðustu ár voru Pólverjar langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi árið 2011. Alls eru 9.463 einstaklingar upprunnir frá Póllandi eða 36,8% allra innflytjenda.  Næstfjölmennasti hópur innflytjenda fæddist í Litháen, 5,7% en 5,2% innflytjenda fæddust á Filippseyjum.
 • Hinn 1. janúar 2011 voru 21.143 erlendir ríkisborgarar með lögheimili hér á landi og það bjuggu hér á landi einstaklingar með ríkisfang frá 137 löndum.
 • Hlutfallslega búa flestir erlendir ríkisborgarar á Suðurnesjum, eða 9,1% Suðurnesjamanna og þar á eftir eru 8,7% íbúa Vestfjarða með erlent ríkisfang. Einungis 3,6% íbúa á Norðurlandi eystra eru með erlent ríkisfang og 4,5%íbúa Norðurlands vestra.
 • Þann 3. nóvember 2011 varð Amal Tamimi fyrsta konan af erlendum uppruna til að taka sæti á Alþingi.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar