Foreldrar eiga rétt á launuðu orlofi við fæðingu barns, þegar það ættleiðir barn eða tekur barn í varanlegt fóstur. 
Foreldrar fá annað hvort orlofsgreiðslur eða fæðingarstyrk úr Fæðingarorlofssjóði en það fer eftir stöðu þeirra á vinnumarkaði. Einnig er hægt að taka foreldraorlof en það er ólaunað leyfi sem foreldrar geta fengið fram að 8 ára aldri barns.

  •  Leiðbeiningar og eyðublöð er hægt að fá hjá þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar um land allt.
  • Umsókn um fæðingarorlof þarf að skila inn í síðasta lagi sex vikum fyrir áætlaðan fæðingardag en þremur vikum fyrir ef sótt er um fæðingarstyrk.
  • Tilkynna þarf vinnuveitenda um fæðingarorlofið í síðasta lagi átta vikum fyrir áætlaðan fæðingardag barnsins.
Ekki má segja barnshafandi konu eða starfsmönnum í fæðingar- og/eða foreldraorlofi upp starfi sínu,
nema gildar og rökstuddar ástæður séu fyrir hendi.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar