Þú gætir átt rétt á dvalarleyfi á grundvelli atvinnu ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt, ásamt fleirum

 

  • Þú ert eldri en 18 ára,
  • ert með vinnu og getur lagt fram ráðningarsamning,
  • getur sýnt fram á að þú getir framfleytt þér á dvalartíma,
  • ert sjúkratryggð(ur) hjá íslensku tryggingafélagi (undir liðnum vátryggingafélög) eða erlendu tryggingafélagi sem hefur starfsleyfi á Íslandi (undir liðnum erlend vátryggingafélög),
  • hefur ekki afplánað refsingu erlendis á síðustu 5 árum eða verið dæmd(ur) til lengri refsingar en sem samsvarar 3 mánaða fangelsi samkvæmt íslenskum lögum, og
  • átt vegabréf þar sem gildistími er minnst 90 dagar umfram áætlaðan gildistíma dvalarleyfis. 


Þú mátt ekki

 
  • Byrja að vinna fyrr en atvinnuleyfi hefur verið veitt,
  • vinna hjá öðrum atvinnurekanda en þeim sem atvinnuleyfið var veitt til,
  • vera lengur frá landinu en 90 daga á hverju 12 mánaða tímabili á meðan leyfið er í gildi, annars getur dvalarleyfið verið fellt niður eða afturkallað.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar