Fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Sambands garðyrkjubænda og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, sem er einn hinna fjögurra búvörusamninga. Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Við næstu endurskoðun samningsins árið 2023 er markmiðið að framleiðsla á íslensku grænmeti hafi aukist um 25%, miðað við meðalframleiðslu áranna 2017 til 2019, meðal annars í því skyni að auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Í samkomulaginu er m.a. kveðið á um að garðyrkjan verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en 2040, fyrirkomulagi á niðurgreiðslum á raforku verði breytt, fjölbreyttari ræktun njóti beingreiðslna og greidd verði aukin framlög til rannsókna-, tilrauna- og þróunarstarfs og aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum í garðyrkju.

Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar