Það er skylda að láta skoða öll vélknúin ökutæki reglulega hjá skoðunarstofum.

  • Miðinn á númeraplötunni segir til um árið sem bíllinn á að fara í skoðun næst og síðasti tölustafurinn á númeraplötunni í hvaða mánuði skoðunin á að fara fram. Ef síðasti tölustafurinn er 0 á að skoða bílinn í október.
  • Bifhjól (mótorhjól) á að skoða fyrir 1. júlí.
  • Skoðunarmiðann á númeraplötunni má ekki fjarlægja og skoðunarvottorðið á alltaf að vera í bílnum.
  • Ef það eru gerðar athugasemdir við bílinn í skoðuninni þá þarf að laga það sem sett er út á og fara með bílinn aftur í skoðun.
  • Ef það er ekki búið að borga bifreiðagjöldin eða skyldutrygginguna þá fær bíllinn ekki skoðun.
  • Ef það er ekki búið að láta skoða bílinn á réttum tíma er eiganda / umráðamanni bílsins send sekt, svokallað vanrækslugjald. Vanrækslugjald er lagt á tveimur mánuðum eftir að bíllinn átti að fara í skoðun. 
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar