Auglýst eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála 2019-2020. Framlög til sjóðsins voru stóraukin í fyrra eða úr tíu milljónum í 25 milljónir króna og lögð sérstök áhersla á að veita styrki til verkefna í þágu barna og ungmenna í samræmi við málefnaáherslur Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Styrkupphæðin verður sú sama í ár og er áfram lögð sérstök áhersla á að veita styrki til verkefna sem tengjast börnum og ungmennum.

Nánari upplýsingar er að finna HÉR.