Ef upp koma vandamál vegna áfengis- og vímuefnanotkunar hjá einstaklingi eða fjölskyldu eru nokkur félagasamtök sem veita aðstoð, ráðleggingar og stuðning.

AA á Íslandi

Tjarnagötu 20

101 Reykjavík

Sími: (+354)551-2010

Alþjóðleg samtök sem veita stuðning og styrk fyrir einstaklinga sem berjast við áfengisvanda. Fundir eru víðs vegar um landið og eru á íslensku og ensku. Hægt er að nálgast lesefni á ensku, íslensku og pólsku. Skrifstofa samtakanna er opin klukkkan 11–16.
 

Al-Anon

Grandagarði 14, 3. hæð

Pósthólf 687

121 Reykjavík

Sími: (+354) 551-9282

Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 10–13.
Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru samtök ættingja og vina alkóhólista sem deila reynslu sinni svo þeir megi leysa sameiginleg vandamál sín. Fundir eru á íslensku og haldnir víðs vegar um landið. Einstaklingar geta myndað hóp og fengið fræðslunefni hjá Al-anon á ýmsum tungumálum.
 

SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann

Efstaleiti 7

103 Reykjavík

Sími: (+354) 530-7600

SÁÁ starfrækir afvötnunar- og endurhæfingarstöð fyrir alkóhólista og vímuefnaneytendur og einnig göngudeild. Veittur er stuðningur fyrir aðstendur. SÁÁ vinnur einnig forvarnastarf.
SÁÁ er starfrækt í Reykjavík og er með miðstöð á Akureyri.
Fjölmenningarsetur
Túlkun
Ísland
Stjórnsýsla
Fjármál
Atvinna
Fjölskylda
Húsnæði
Menntun
Heilsa
112
Bílar